Okur

Síminn ætlar að koma til móts við viðskiptavini sína og það er gert með því að HÆKKA VERÐ Á INTERNETTENGINGUNNI. Þvílíkt öfugmæli. Verð á íslandi er miklu hærra fyrir þessa hækkun og hvað þá eftir. Það er okrað á öllu hér á landi sama hvað það er. Í flestum evrópulöndum ef ekki öllum er bara fast verð á internetinu sama hversu miklu er halað niður af efni, en ekki hér á landi , mottóið hér er að blóðmjólka kúnnann eins og hægt er meðan hann segir ekki neitt. En núna ætla ég að skipta um internet fyrirtæki eins og eflaust fleiri gera.
mbl.is Síminn hyggst rukka fyrir alla notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Net neutrality er víst eitthvað sem við fáum ekki á littla Íslandi.

Þetta er síminn að þrengja að netflix osf. (Þeir munu ekki telja gagnanotkun sjónvarpsins)..

Steinn Örvar (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 12:43

2 identicon

Er þetta ekki einmitt gott fyrir Netflix ?

Nú er ekki lengur verið að mismuna eftir uppruna gagna.

Ég hef t.d framvegis 600Gb til að nota Netflix en hafði bara 200 áður.

heiggi (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 13:13

3 identicon

"mismuna eftir uppruna gagna"

Þvílík bull lína. Grey Íslensku upprunnarnir, að hafa verið notaðir frítt allan þennan tíma... Eins gott að við fáum að borga fyrir þá núna!

Það eru einungis tvær ástæður fyrir því að þeir eru að gera þetta.

1) Íslensk torrent traffík.

2) VPN serverar settir upp á Íslandi sem fólk er farið að nota til að fela erlenda traffík. (Frí Netflix notkun...)

Ekki halda í eina sekúndu að þeir séu að reyna að gerra eitthvað gott fyrir notendan. Þetta eru bara þeir að reyna að missa ekki tökin á þessu frábæra kerfi sem þeim hefur tekist að setja upp í gegnum árin, þar sem við leyfum þeim að nauðga okkur fyrir hvert erlent bit sem við vogum okkur að ná í.

Atli (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 13:42

4 identicon

Ekki gleyma að núna geta þeir tvírukkað hvern bita.

Ég borga væntanlega fyrir bitan sem ég sendi frá mér til þín og þú á móti borgar fyrir bitan sem þú tekur við frá mér......,.:;

David (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 14:15

5 identicon

Sæll.

Ef hin fyrirtækin gera þetta ekki má vel vera að Síminn neyðist til þess að bakka með þetta. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist.

Ef hin fyrirtækin fylgja í fótspor Símans vaknar sú spurning hvort um samráð sé að ræða?

Helgi (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 15:29

6 identicon

Ég veit ekki með aðra en ef fyrirtækið sem ég er með tekur þetta upp þá kem ég til með að skipta og þá skiptir engu máli hvort að þau geri þetta öll, þetta er orðið prinsipp mál að hætta viðskiptum við þann sem maður er hjá þegar þetta fer í gang.

Halldór (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 15:58

7 identicon

sama mun gerast með rafmagns sæstrenginn ef hann verður lagður. þá mun rafveitu fyrirtækin ekki vilja mismuna rafmagnsverðinu og hækka hjá okkur rafmagn í sama verð og norðurlöndin.

það er alltaf komið aftan að okkur

Ragnar (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 19:25

8 identicon

Gagnvirkar vefsíður hljóta að auka tekjur símans.

Grímur (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óli Már Guðmundsson

Höfundur

Óli Már Guðmundsson
Óli Már Guðmundsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband