Hrottaskapur.

Lögreglumaður sem hagar sér svona á ekki bara að vera leystur undan störfum í einhvern tíma hann á  strax að fá uppsagnarbréf, ef menn haga sér svona eini sinni þá gerist þeð örugglega aftur og aftur.
mbl.is Lögreglumaðurinn sendur í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún hefur örugglega hrækt á hann.

nonni (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:22

2 identicon

Og það gerir þessa óhóflegu valdbeitingu góða og gilda, er það ekki Nonni?

Konan er augljóslega drukkinn og lögreglan á að vita betur. Sorry Nonni, það er engin málsvörn.

Guðmundur Eiríksson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:42

3 identicon

Nonni, skiptir það máli? Ég myndi búast við svona viðbrögðum frá einhverjum ölvuðum gaur útí bæ en ekki lögreglumanni á vakt.

Geir (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:43

4 identicon

Óli vilt þú ekki bara halda þig hjá félögum þínum á "commentakerfi" DV?

Frikki (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:49

5 identicon

Ég sé ekkert athugavert við þessi vinnubrögð. Hún er að trufla lögreglumenn á vakt, hann handtekur hana búið mál, Hvaða væl er þetta í fólki

hann gaf henni tölurverðan séns til að drulla sér í burtu en hún ráfaði þarna um eins og sauður, vilji þið hafa lögreglu sem þorir ekki út úr bílnum

og lætur allt yfir sig ganga? Það er engin afsökun að vera drukkin, ég á ekki orð yfir tepruskapnum.

Múgæsingur (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 15:14

6 identicon

Sammála því. Ég sé ekkert athugavert við þessi vinnubrögð.

Ef einhver ölvaður sauður hrækir inn í bíl og á lögreglumann, finnst mér ekkert sjálfsagðara en að handtaka þann aðila. Og ef einhverjum finnst það ekki sjálfsagt, þá væri gaman að heyra frá þeim aðila hvað þessi lögreglumaður hefði átt að gera annað?

Svona virðingarleysi á ekki að viðgangast og þetta er ekki hrottaskapur fyrir 5 aura!

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 15:23

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég sé bara því miður ekkert athugavert við þetta.Konan á sjálfsögðu ekki að haga sér svona.Að hún sé drukkin afsakar ekki neitt.Í þetta skipti stend ég með lögreglunni.En það er ekki alltaf.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.7.2013 kl. 15:32

8 Smámynd: Óskar

Hann gekk helst til of langt, óþarfi að draga hana eftir götunni.  Hinsvegar er virðingarleysi gagnvart störfum lögreglu, leigubílsstjóra ofl. sem starfa í miðbænum um helgar algjörlega óþolandi, hluti djammara eru hreinlega villimenn eða vitleysingar og gott ef ekki hvorttveggja.  Ég hef afskaplega litla samúð með konunni, hann gaf henni góðan séns á að labba bara í burtu en hún lætur ekki segjast og hrækir svo á hann.   Hvað gæti verið í hrákanum ? Lyfrarbólga C eða eitthvað skemmtilegt ?

Þið sem verjið þessa konu, hvað haldið þið að gerist ef þið hrækið á lögregluþjón t.d. í Bandaríkjunum eða bara nánast hvar sem er erlendis ?  Get alveg lofað ykkur því að það yrðu ekki nein vettlingatök.

Óskar, 8.7.2013 kl. 15:39

9 identicon

Óskar

Hlustaðu á myndbandið Óskar, því að hann segir: "hann hrækti á hana", hann hrækti á hana",(2X)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 16:40

10 identicon

Og ykkur hefði þótt þetta sanngjarnt hefði þetta verið þið sem hefðuð verið dregnir eftir götunni?

Þeir hefðu getað potað í konunna og hún hefði dottið, algjör óþarfi að snúa hana niður og draga hana eftir malbikinu það er munur á að handtaka og að handtaka einhvern með afli!

Veit ekki alveg hvað ég er að reyna að koma viti fyrir hina óforbetranlegu.

Hvenær varð íslenskur hugsunarháttur svona fullur af mannvonsku?

Guðmundur Hrannar Eiríksson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 17:08

11 identicon

Með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Menn skulu hlíta lögum og laganna vörðum. Er einhver hafinn yfir það? Full eða ófull ? Hvílík vitleysa. Miðbær Reykjavíkur er ógeðslegt bæli á helgarnóttum. Fólk mígandi og skítandi í öllum húsasundum og svo hrækjandi á þá sem vinna við að gæta laga og reglna. Þetta skítapakk þurfa löggæslumenn að umgangast fyrir okkur hin til að við séum þokkalega örugg í borginni okkar.

Jósi (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 17:23

12 Smámynd: ViceRoy

Eru menn gengnir af göflunum hérna??? "... sé ekkert athugavert..." Kófölvuð kona, virðist hrækja á lögreglumanninn, sem kemur út úr bílnum, konan sýnir nákvæmlega ENGA mótspyrnu, skellir henni á bekkinn og dregur hana eftir götunni. Tekur aðra hönd hennar fyrir aftan bak, hún setur hina höndina fyrir aftan bak, aftur, ENGIN mótspyrna og þá leggur hann hnéð á hnakkann á henni sem var gjörsamlega óþarfi.

Óvirðing við lögreglu er eitt, en að lögerglumaður missir gjörsamlega stjórn á skapi sínu eins og greinilegt er þarna, enda var þetta vald grjösamlega óþarfi í ljósi þess að engri mótspyrnu var veitt. Ef menn missa stjórn á skapi sínu í lögreglunni, þá eiga þeir ekki að vera í lögreglunni, punktur! 

Það er nákvæmlega ekkert sem afsakar hegðun konunnar ef hún hefur hrækt á lögreglumanninn, en það er heldur nákvæmlega ekki neitt, sem afsakar viðbrögð lögreglumannsinns. Held þið ættuð eitthvað að skoða heilabúið í ykkur sem teljið þetta rétt vinnubrögð frá lögreglumanni!

ViceRoy, 8.7.2013 kl. 17:25

13 identicon

Þorsteinn

Mér er skítsama hvað gaurinn sagði. Það sést vel á myndbandinu að það er kerlingin sem hrækir á lögreglumanninn, sem espir hann svona upp. Það verður enginn svona snælduvitlaus af ástæðuleysi.

Auðvitað var tekið of harkalega á henni og það er búið að taka manninn af vöktum á meðan verið er að rannsaka þetta en það er fullkomlega óþarfi að vera viðhaldandi einhverri samsæri sem passar ekki inn í atburðarrásina.

Einar (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 17:42

14 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sorrý strákar, eyturlyfin eru að verða búin að skemma ykkur flesta því miður

sjáið þið ekki mun á réttu og röngu, munduð þið vilja sjá apaköttinn draga systir ykkar,

Bernharð Hjaltalín, 8.7.2013 kl. 18:14

15 identicon

Þessi lögreglumaður er lúmskur með að henda henni á bekkinn og nánast andlitið í bílinn..

Robert (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 18:34

16 identicon

Hvað eru margir hér sem hafa séð handtökur erlendis?? Er konan á spítala? Var hún lamin aftur og aftur með kylfum? Hún var tekin og járnuð. Að vísu rakst hún í bekkinn þarna eftir að hafa hrækt á mannnin þegar hann handtók hana Og hvað með það?? Bara ákveðinn og góð lögga þarna á ferð sem gefur henni séns aftur og aftur og þegar hún ekki hlustar og hrækir á hann þá er hún tekin föstum tökum og járnuð eins og bara á að gera. Hún kannsi lærir af þessu blessuð.

óli (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 20:20

17 identicon

Ég hefði nú haldið að það væri miklu alvarlegra þegar lögreglumaður notar lögreglubílinn til að keyra utaní gangandi vegfaranda, heldur en viðbrögð vegfarandans að hrækja á lögguna sem keyrði utan í hana.

Að nota bílinn svona til að keyra utan í konuna er væntanlega refsiverður glæpur og ekkert minna en það.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 12:01

18 identicon

Hann keyrði ekki á hana. Hún víkur ekki og bíllinn heldur áfram á svona 2km ferð og hún gengur á speigilinn. Rugluð,full ógeðsleg kelling sem svo lætur sér ekki seigjast og aftur og aftur böggast þarna í mönnunum. Svo endar hún á því að hrækja í augað á manninum!! Já og nýjustu fréttir. Maðurinn er með sýkingu i auga eftir hana. Fallegt? Vonandi verður hún bara ákærð og fær dóm. Bæði Sigurð og öðrum álika til viðvörunar td.

óli (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 20:17

19 identicon

Sæll "óli" hver sem þú ert lögga eða ekki?

Hvernig er það, þar sem tvær löggur voru þarna á staðnum og hún þessi konan svona full, var það svona áríðandi fyrir lögguna að henda þessari konu þarna í götuna, var alls ekki hægt að handtaka hana án þess að henda henni í götuna? 

Er fræðilegur möguleiki fyrir því hjá þessari íslensku löggu, að hægt sé að handtaka mann eða konu án þess að henda henni beint í götuna, er einhver möguleiki á því hjá löggunni að hún gæti slysast til þess að handtaka konu eða mann án þess að henda einstaklingnum beint í götuna?

Er það því ekki eðlilegt að Umboðsmaður Alþingis og almenningur fái að sjá þessar   verklagsreglur hjá Lögreglunni í Reykjavík? 

Er það ekki bara tóm vitleysa og rugl að láta þessa löggu hafa rafbyssur?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 00:01

20 identicon

þorsteinn. Farðu bara e h til útlanda og rífðu þar kjaft við lögguna og prufaðu svo að hrækja á þá! Hver eru maður og þínir líkir? Hvaðan koma svona hugmyndir eins og þínar? þegar fólk er handtekið þá er það sett í götna eða hent upp að vegg og svo járnað.. það er ef það er heppið eins og þessi kona var. Annars eru notaðar kylfur og pipparúði ef þörf er á. já og meðan ég man. í mörgum löndum er fólk bara SKOTIÐ!! Hættið nú þessu væli bara :o)

óli (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 12:54

21 identicon

Sæll aftur "óli"

"Hvaðan koma svona hugmyndir eins og þínar?"

Þær koma frá löghlýðnu fólki “óli”, en þær koma ekki frá öfgafasistum er heimta að fá nota “norsku aðferðina” alltaf sama hvað og undir öllum kringumstæðum, vegna þess "norska aðferðin" er orðin svo viðurkennd hér á landi.

"þegar fólk er handtekið þá er það sett í götna eða hent upp að vegg og svo járnað. " Einmitt "sett í götuna eða hent upp að vegg.." því að þessi íslenska lögga kann ekki og getur ekki handtekið fólk öðruvísi, því það þarf alltaf sýna þennan hrottaskap hér á landi, ekki satt “óli”?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óli Már Guðmundsson

Höfundur

Óli Már Guðmundsson
Óli Már Guðmundsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband